Góðan daginn!
14.2.2009 | 09:26
Það er núna sem ég ætla að vera opin og einlæg, viðurkenna þetta bara, mér er illa við bíla, þarna kom það, hef verið að reyna að vera í afneitun á þetta en nei það virkar ekki
Nú svo finnst mér Íslendingar vera algjörir hellisbúar í sambandi við umhverfismál, svo langt á eftir að það er ekki fyndið
Lengi tekur sjórinn við og svo framvegis er greinilega alveg í gangi ennþá
En svona að lokum, Karlavagninn er mín Madelenekaka, var alveg að upplifa það í gærkvöldi, svo fallegur himininn hérna í fámenninu í gærkvöldi
Gerum þennan laugardag góðan
Athugasemdir
Ekki segja mér að það sé ennþá verið að henda ruslinu í sjóinn þarna í fámenninuOg þetta með bílana... ég var búin að fatta það... það getur bara verið ein ástæða fyrir öllu labbinu... eða hvað ?
Jónína Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 09:51
Oh vissi ekki að ég væri svona gegnsæ, en what the heck Sko það er asbest í jörðu hérna, kannski bara hérna við húsið mitt, vatnsleiðslurnar eru vonandi ekki úr asbesti, kannski bara asbest utanum þær
Erna Evudóttir, 14.2.2009 kl. 10:46
Asbest..... það hræðilega eitraða efni var notað mikið sem einangrun... ætti að vera búið að skipta um það fyrir löngu... og ef það er ekki búið, þá bara ekki seinna en strax ! Eruð þið búin að tala við bæjar/sveitarstjórnina ?
Jónína Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 10:57
Já það á sko að fara í vatnsveituframkvæmdir hérna en held einhvernveginn að asbestið verði bara skilið eftir ofaní jörðinni, spooky Ætla að reyna að finna eitthvað útúr þessu asap
Erna Evudóttir, 14.2.2009 kl. 11:32
Af stað nú, ég stend með þér
Jónína Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 13:13
Þetta eru alltsamanasnar Guðjón
Birna Dúadóttir, 14.2.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.