Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gleðilegt ár allir þarna úti!

Komið gamlárskvöld hérna í Linköping líka, búið að borða kalkún sem er eiginlega bara kjúklingur á sterumGrin  Voða gott samt, nú svo rétt fyrir miðnættið verður farið út á fótboltavöll að skjóta upp flugeldum, snjórinn loksins kominn eiginlega bara viku of seint en voða fallegt samt!  Reyni svo að hafa tíma til að horfa á fréttaannálinn á netinu, alveg nauðsynlegt enda er ég fréttafíkill af guðs náðGrin   Jæja er með gesti svo það er best að þykjast vera kurteis og minglaGrin  Vonandi verður næsta ár enn betra en þetta sem er að líða, góða skemmtunGrin

Þorláksmessa!

Þetta er dagurinn sem ég borða ekki skötu á en við erum með aðra siðvenju ég og Jóka við hittumst einhversstaðar og kveikjum á kerti fyrir pabba sem dó á þessum degi fyrir 7 árum síðan! Í dag kl. 14.00 á staðartíma tek ég yfir tölvuna og hlusta á jólakveðjurnar, allar jólakveðjurnarDevil  við mikla hrifningu afkomenda minnaGrin   Aðrar fréttir eru að pappinn í fjölskyldunni hérna niðri er í Saudi Arabíu í svona pílagrímsferð, það er víst einhver hátíð hjá þeim þar sem heitir Hadj, þetta var náttúrulega það sem þið þurftuð að vitaGrin  Jæja en svona í lokin vil ég bara segja Gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk fyrir allt gamalt og gottGrin

Gvöð hvað spagettí er ógeðslegt!

Í alvöru er til eitthvað verra en spagettí?  Ég vil hafa kartöflur með öllum mat, bara gottGrin  Svona fyrir utan það er bara allt í brjáluðu stuði, verslað til hægri og vinstri, leitum að jólaskrauti til að hengja í loftið í stofunni svona eins og var til heima í Eyrarlandsvegi back in the good old days en ekkert fundið enn, verð sjálfsagt að fara í næsta bæ til að finna þettaSmile  Nú svo þarf ég að taka niður tjaldið sem er í stofunni, ja allavega fyrir jól annars verður ekkert pláss fyrir jólatréð sem venju samkvæmt verður sett upp á Þorláksmessukvöld!  Margir í mínu hverfi sem halda uppá jólin setja sko upp jólatréð um leið og aðventuljósin en nei ekki alveg mín deild!  Nú svo er það minn! jólasiður að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu og þá tek ég náttúrulega yfir tölvuna börnunum mínum til ómældrar ánægju, þau eru ekki alveg að skilja hvað er gaman við þessa upptalningu en þar gerist ég bara vond kona, ég vil hafa mínar jólakveðjur í friðiDevil  Góða skemmtun gott fólk og vonandi fenguð þið ekki karftöflu í skóinnGrin

Tapað fundið eða aðallega tapað!

Ég finn ekki restina af jólaskrautinu mínu og var sko virkilega að láta það ná mér en ákvað svo að jólin koma samt þó ég skreyti ekki alveg eins og í fyrraGrin Er með hangikjöt og hvað þarf maður meira svona í útlöndum en það?Lúcian er í dag og í morgun var ég á leikskólanum hjá Ísak og svo á sunnudaginn verður svona jippó í kirkjunni sem Eva verður með í, gaman að þessu! Nú hún Nathalie nafna mín varð þriggja ára í dag, stór stelpa og það var náttúrulega hringt í hana eldsnemma í morgunGrin  Have fun everyone!

Kristin trú!

Ég er nú ekkert mjög trúuð, ég trúi á minn æðri mátt og hann hefur lítið sem ekkert með kirkjuna að gera!  Ég læt skíra börnin mín mest af því að það er siðvenja sem mér finnst mikilvægt að halda við, hefur eiginlega ekkert með kristna trú að gera!  Mér finnst gott og gaman að fara í kirkju, finnst kirkjur falleg hús þar sem mér líður vel, eru kannski umhverfisáhrif úr uppeldinuGrin   Ég hef aðeins verið að reyna að fylgjast með þessari umræðu á Íslandi um kristna trú og skólana og allt það og er ekki alveg að skilja fjaðrafokið út af þessu, þegar ég var í Barnaskólanum fórum við með Faðirvorið á hverjum degi og svo var helgistund á hverjum mánudagsmorgni og ég held ekki að neinn hafi beðið varanlegan skaða af þvíHalo   Hérna í mínu hverfi er það þannig að það er tekið meira tillit til allra annarra trúarbragða en kristinnar trúar sem ég er ekki alveg að skilja, Svíþjóð er kristið land að mestu og fullt af siðvenjum sem eru byggðar á kristinni trú og það er bara allt í lagi, það er eins og það sé ekki nógu gott og ekki mikilvægt að halda þeim við því það gæti móðgað einhverja sem eru ekki kristnirShocking  Þetta er bara bilunErrm  Vonandi eigið þið frábæran miðvikudagGrin

Pirringur!

Er að láta ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana, eins og t d þá staðreynd að á síðasta föstudag fóru krakkarnir í bekknum hennar Evu í kirkjuna af því að það var að koma fyrsti sunnudagur í aðventu, ég er ok með það en nokkrum dögum áður kom hún heim með miða þar sem maður átti að skrifa hvort barnið manns mætti fara í kirkjuna eða ekki!Shocking   Margir múhameðstrúarmenn og konur leyfa ekki krökkunum sínum að fara inn í kirkjuna og það er svo sem þeirra mál en ef það er þannig þá finnst mér að það fólk eigi að hafa samband við skólann og segja það, skólinn á ekkert að þurfa að sjá um að komast að því hvort þau mega fara eða ekki!  Nú ég skrifaði á pappírinn Já að sjálfsögðu,Evu fannst það voða fyndið!  Þetta virðist kannski vera smámunasemi en þetta er bara eitt dæmi um hvernig meirihlutinn er alltaf að aðlaga sig að minnihlutanum og það er ekki sniðugt til lengdarWoundering   En svo ég segi nú eitthvað jákvætt þá voru nágrannar mínir frá Sómalíu að baka vöfflur eftir íslenskri uppskrift í gærkvöldi, Marian vinkona hennar Evu kom upp og spurði hvort ég ætti uppskrift af vöfflum og mamma hafði sent mér eina fyrir þó nokkuð löngu síðan og ég sneri henni yfir á sænsku og lét hana fara með hana!Grin  Gott málGrin  Góða skemmtun í dag gott fólkGrin

Köttur fæst gefins!

Sko hún Halla litla sem Einar fann í runna í fyrrasumar er alveg að gera allt vitlaust hérna, td í nótt hljóp hún í hringi í fleiri tíma, sem er ekki gott þar sem við sofum venjulega á nóttunniShocking Svo gerir hún aumingja Addó vitlausan úr hræðslu og eltir hann um allt, hann er að vísu helmingi stærri en hún en hann veit það ekki, hann veit eiginlega mest lítið en er amk góður við allaGrin En svona burtséð frá þessum kattamálum þá er nóg að gera í dag, fullt að gera hjá krökkunum og svo í kvöld einhverntíma ræðst ég á geymsluna og reyni að finna aðventuljós og einhverja kertastjaka, jólin koma nú eftir 23 daga hvort sem ég finn þetta eða ekki, ég er nokkuð viss um þaðGrin Gangið hægt um gleðinnar dyr, aðgát skal höfð í nærveru sálarGrin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband