Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Valborgsmessuaðfangadagskvöld!

Sko í kvöld verður kveikt í brennum og jafnvel kannski skotið upp flugeldum líkaWizard Allir táningar eru fullir, ekki Axel og fermingarsystkini hans, þau fóru til Englands í gær sem er gottSmile Ég ætla ekki í kröfugöngu á morgun, do I ever?FootinMouth Best að fara að drífa sigSmile 

                                                                                                                                                   

 


Bara sól og blíða!

Var verið að segja frá því í fréttunum hérna hvað verðbólgan er mikil á Íslandi, hlaut eitthvað að ske fyrst ég er að flytja heimSmile annars er svo rosalega gott veður hérna að ég nenni eiginlega ekki að skrifa svo mikiðLoL þeir spá 20 stiga hita á morgun aftur, er ekkert að láta það fara í taugarnar á mér, nóg er nú annars sem hægt er að nota í þeim tilgangiAngry td hvað er skrifað um hverfið mitt í blöðunum,  að allir sem búa hérna séu skíthræddir við gengin sem hóta fólki og svo framvegis, ég hef búið hérna í 8 ár og hef aldrei verið hrædd við að fara út á kvöldin, geri það bara nokkuð oft, að vísu með RambóSmile varðhundinn ógurlegaLoL hann er nú ekkert smá scaryLoL Þetta er bara svona æsifréttamennska og svo náttúrulega að fólk hugsar oft ef það sér fleiri en 3 safnast saman: aha þarna er svona gengi, hlaupumShocking Anyway þetta er nú bara eitt af því sem ég er að pirra mig yfir þessa dagana, to be continuedDevil

Gleðilegt sumar!

Jamm gleðilegt sumar allar frábærar manneskjur út um allt!Smile Smile

Andleysi!

Það hrjáir mig eitthvað andleysi þessa dagana og vikurnar, skil ekkert í essuWoundering Annars er bara allt í góðum gír, sólin skín nú svo verður tengdadóttir mín tvítug á sumardaginn fyrsta, gaman að þvíSmile Í dag var ég í samtali í skólanum hjá Axel og það var bara allt ok þar, hann er svo að fara í starfskynningu í 2 vikur í maí og hann verður hjá slökkviliðinu, ábyggilega þrælskemmtilegtSmile Svo er nóg að gera við að segja upp hinu og þessu, símanum, netinu, heimilistryggingunni, blöðunum og svo framvegis, að vísu er það versta eftir, að fara í gegnum báðar geymslurnar og ákveða hverju á að henda! Nenni ekki að skrifa meira í bili, vonandi er þetta besti dagurinn í lífi ykkar hingað tilSmile

Jamm!

Var búin að skrifa helling áðan sem bara hvarf, örugglega frábærasta bloggfærslan everFootinMouth en allavega þá fór Eva með bekknum sínum að vinka í kónginn og drottninguna í morgunLoL henni fannst það bara gamanSmile Farin út í góða veðriðCool

Bara vírus!

Var með Ívar hjá lækni áðan og það er eiginlega ekkert að honum, bara vírusFootinMouth , þessi læknir er nú kafli útaf fyrir sig, heitir einhverju nafni sem ég get ómögulega munað og allsekki borið fram, honum fannst Ívar hálf fölur og vildi vita hvort hann borðaði almennilega, ég meina ef hann sjálfur væri búinn að vera með 39 stiga hita í meira en viku þá væri hann nú örugglega líka fölur og jafnvel bara ræfilslegurShocking Vona bara að þetta sé að lagast, Ísak er orðinn hitalaus og hættur að finna til í eyranu sem er gott, er voða fegin þegar krakkarnir þurfa ekki pensillín! Nú svo er Axel bráðum að fara til Englands, þarf að fara að ná í gjaldeyrir fyrir hann og kaupa ýmislegt sem hann þarf að hafa með sér, þetta verður örugglega voða skemmtileg ferð fyrir hannSmile Núna bara ca 2 mánuðir í flutningana, þetta verður sjálfsagt bara alveg geysilega skemmtileg reynsla að búa í litlu þorpi austur á landi, eða hvað? Segjum það allavegaTounge

Já einmitt!

Hér eru allir lasnir, hiti og hósti á línunaSick Bara frábært ástandFootinMouth Einar fær bráðum íbúð, hann þarf bara að ákveða í hvaða hverfi hann vill búa  og svo þurfum við að skoða hvað hann vantar af húsgögnum og svoleiðisSmile Skrýtið að hugsa sér að hann sé að flytja að heiman en "thats life"Grin Hér er bara kalt, rok og rigning og ég að fara til tannlæknis í dagSmile Góðan miðvikudagSmile

Gaman!

Er að fara á Jazz og blús hátíðina sem er hérna á laugardaginn, sko eiginlega til að fara á málverkasýningu hjá Matta en hlusta sjálfsagt líka á tónlist, sorry Birna gat ekki fengið þá til að fresta henni þangað til þú kemurBlush er ekki ennþá búin að finna neina uppákomu helgina sem þú verður hérna, jú kórsöng í kirkjunni, veit ekki hversu áhugavert það erFootinMouth skýrist kannski þegar nær dregurSmile Það er ennþá svona gott veður hérna hjá mér, sól og 13 stiga hiti, alveg að gera sigCool Njótið dagsinsGrin

Sólin!

Hélt kannski að það væri mikilvægt að allir vissu að það er sól hérna, bara fínasta vorveðurCool Nú svo ætla ég að hafa lasagne i kvöldmatinn, sem er gott og fljótlegtTounge þarf sjálfsagt ekki að taka það fram að ég kaupi þetta tilbúið, bara henda þessu inn í ofninnGrin Þetta var nú það sem ég hafði að segja í dag, farin út í sólina!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband