Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ammæli!

Já það var afmæli og ég ennþá á lífiLoL Þetta var bara fínt, Eva skemmti sér alveg konunglega og er bara mjög ánægð eftir daginnSmile Næsta mál á dagskrá að pakka fyrir Svíþjóðarferðina, allir voða spenntir fyrir því, verður alveg frábært að hitta allt liðið afturSmile Hætt í bili ætla að reyna að laga aðeins til eftir afmæliðSmile

Rigning!

Það er rigning, en það er allt í lagiSmile Hef eiginlega ekkert að segja en það er líka allt í lagiSmile Eva verður 8 ára á sunnudaginn og þá verð ég að hafa afmæli, er alltaf soldið lítið fyrir svoleiðis amk barnaafmæliSmile Finnst eiginlega að Birna og Ninna eigi að koma hingað austur og redda þessu fyrir mig, þær eru sko með miklu meiri reynslu en ég í íslenskum barnaafmælum, er það ekki bara sanngjarnt?Wink Mér finnst þaðTounge Have a nice dayGrin Afhverju samþykkir ekki púkinn Ninnu?Shocking

Bara ennþá óge jákvæð!

Er bara ennþá svona óskaplega jákvæð, skil ekkert í þessuLoL Versnaði nú ekki við frábæra samkomu í kvöld og að ég heyrði í Jóku litlu Svedjehed þegar ég hringdi í Einar, hún var sko þar í heimsókn með allar dömurnar sínar, nú svo er Birna komin úr fitusoginuWink og virðist bara vera á ágætis málum, samkvæmt henni allavega, kannski smá togarajaxl í gangi þarLoL Er bara þreytt, búið að vera nóg að gera þessa viku en ég vakna alveg örugglega ekki timbruð á morgun, það er nokkuð ljóstLoL Njótið helgarinnar, það ætla ég að geraSmile

Jákvæð í tætlur!

Ég er svo jákvæð þessa dagana að það hálfa væri nóg, veit eiginlega ekkert afhverju enda skiptir það engu máli á meðan það virkarLoL Jóka var að klukka mig, er eiginlega nýbúin að upplýsa ykkur um ýmislegt um mig en get bætt við staðina sem ég hef unnið á: Tískubúð í Reykjavík, fatahreinsun í sama þorpi, sjúkrahúsið í Stykkishólmi og frystihús á Seyðisfirði!Smile Bara gaman að þessu, já svo erum við að fara til Svíþjóðar núna í byrjun október, Birna fáum við gistingu nóttina áður en við förum út?Smile Verður alveg frábært að hitta Einar, þá eru 3 mánuðir síðan ég hitti hann, agalegt að vera svona lengi frá barninu sínu, venst þessu ekkiErrm Always forgive your enemies, nothing annoys them moreLoL

Klukkan hvað!

Birna var að klukka mig, verð að gera eitthvað i því:

4 staðir sem ég hef unnið á:

Kirkjugarðurinn, hef haft gaman að kirkjugörðum síðan

Verksmiðjurnar, mikið sukk í gangi þar

bóndabær í Svíþjóð, grísir eru frábærar skepnur

kaffihús í Linköping, hef víst meira gaman af fólki en ég hélt!

4 bíómyndir:

Gone with the wind, sá hana í Nýja Bíó fyrir x mörgum árum síðan

National treasure, hasar og fjör

sænskar sakamálamyndir, Wallander, Van Veeteren og fleiri

4 staðir sem ég hef búið á:

Innbærinn, Ræturnar

Stykkishólmur, jahá

Risíbúð við Laugaveginn, ekki alveg að gera sig

Ryd, Linköping Svíþjóð, frábær staður

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla:

CSI

Criminal Minds

Midsummer Murders

breskir morðþættir

4 staðir sem ég hef farið á í frí:

Sólarströnd, neee ekki alveg minn stíll

Öland, já en bara einusinni

Östergötland í Svíþjóð, alveg hægt að eyða mörgum sumarfríum þar

Akureyri, alltaf svo gott veður þar

4 síður sem ég kíki alltaf á

aftonbladet.se

corren.se

facebook

visir.is

4 uppáhaldsréttir:

Kebabtallrik

Kebabpizza

ýsa

fransbrauð með smjöri og mysingi

4  bækur sem ég les aftur

húsið á heimsenda

sumar á heimsenda

24 stunda bókin

listaverkabækur

4 staðir sem ég vildi vera á núna

Svíþjóð hjá Einari

Svíþjóð hjá Einari

París

Kairó

Það var nú það! 

 


Kaupstaðarferðin!

Sko þetta er bara alveg að bresta á, leggjum af stað eftir hádegið, mikil spenna í krökkunum og mér líka, er sko að fara á tónleika annaðkvöld, hef ekki farið neitt svoleiðis síðan guðmávitahvenærLoL Kannski ekki síðan ég, Birna og Jóka fórum á Jazz og Blúshátíðina í Linköping forðum daga, that was way backWink Nú svo er náttúrulega ljósmyndasýningin hans Jenna, rosa gaman að þvíLoL Birna sjáumst í kvöld, seint í kvöldWink Góða skemmtunLoL

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband