Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Reynslan hefur sýnt ....... !
20.3.2010 | 09:17
Það er sko þetta með að læra af reynslunni, ég bjó einusinni á litlum stað á Vesturlandi og sú reynsla kenndi mér að ég ætlaði aldrei að eiga heima þar aftur
hef líka staðið við það
Ég hef gert fullt af vitleysum, misskemmtilegum og lært af þeim að endurtaka þær ekki, sumar hafa líka verið það ótrúlega skemmtilegar að ég hef gert þær aftur og aftur
en það er nottla val sem maður á
Ég hef lært heimspeki
ætla aldrei að gera það aftur
ég hef gleymt sokkunum mínum í húsi á Akureyri
eeeeh wont happen again
Nú ég bjó líka einusinni í Keflavík og ætla aldrei að eiga heima þar aftur, stend örugglega við það
Speki dagsins er : Gerðu endilega vitleysur en endurtaktu bara þær sem þú hefur gaman að
slepptu hinum
Vá þetta er sko ekkert venjulega djúp pæling
annað líka, ekki gott að koma sér í þá aðstöðu að upplifa : shit er ég búin að eyða öllum þessum tíma í þennan bjána eða þetta rugl, það er ekki góð tilfinning, þessvegna skiptir öllu máli að vera í núinu og meðvitaður um það sem maður/kona er að gera, alltaf
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hehehe :) nei held ekki :)
20.3.2010 | 07:36
Nei ég ætla ekki að kaupa þessa skýrslu, eru þeir að grínast ehv ? Það sem þessum snillingum dettur í hug
Endalaus vitleysa í gangi hérna
það er alveg ljóst að common sense is not very common
Skýrslan í bókabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Einn steinkumbaldinn í viðbót !
13.3.2010 | 18:53
Þetta er voða flott lýsing á þessu nýja hjúkrunarheimili sem á að byggja á Eskifirði! Mér er sko alveg sama hversu flott þetta hljómar, ég ætla aldrei inn á svona stofnun, hvorki gamla eða svona nýja flotta, ja samkvæmt þeim sjálfum
Hvað um fólkið sem vill vera áfram heima hjá sér, svoleiðis fólk er til og sumt fólk á meira að segja ættingja sem ekki dytti í hug að neyða viðkomandi til að fara inná stofnun ef það vill það ekki !!!!! Væri ekki nær að eyða öllum þessum peningum í að byggja út heimaþjónustuna svo fólk geti verið lengur heima hjá sér, þetta er vel hægt, hefur verið gert í öðrum löndum og ætti að vera hægt hér, myndu jafnvel skapast störf við þetta !!! Svo er nú annað, það eru allsekki allir sem vilja fara á elliheimili annarsstaðar en í sinni heimabyggð, það er vissulega fallegt á Eskifirði en það eru ekki allir sem vilja eyða síðustu árum ævi sinnar þar, jafnvel þó sé á hjúkrunarheimili sem hannað er og skipulagt frá grunni samkvæmt viðmiðum sem ráðuneytið hefur sett!!! Eitt er víst að ég ætla ekki að nota mér þennan geymslustað, né nokkurn annan af þessu tagi !!!
Fyrsta öldrunarheimilið sem reist verður út frá nýjum viðmiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tvisvar á dag, hmmm :)
9.3.2010 | 13:47
Er ennþá í hálfgerðu hissukasti yfir því að ég skuli ennþá að fara í ræktina
er búin að fara einusinni í dag, datt í hug áðan að fara aftur í kvöld
Það er orðið mikið skemmtilegra að fara þangað svona all of a sudden
takk fyrir það, I owe you one
Er annars bara þokkaleg að vanda, snjórinn að fara, næstum því logn, fuglasöngur, já fullt af hlutum sem gera manni lífið léttara og skemmtilegra
Finn að ég þarf að fara að komast á almennilegt dansiball fljótlega, stefnan er sett á það
Höfum það gott og verum góð við hvort annað, já amk við þá sem eiga það skilið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)