Færsluflokkur: Bloggar

Sápuóperur og sameiginlegt forræði

Ég var að vinna í morgun og í kaffitímanum snerust samræðurnar um amerískar sápuóperur og höfðu greinilega allir viðstaddir nema ég horft á allt þetta sem um var rætt!  Ég þoli ekki sápuóperur, ég horfi ekkert mjög mikið á sjónvarp og þegar það gerist þá eru það undartekningarlítið fréttir, heimildarmyndir eða morð sem ég horfi á!  Ég er mjög nálægt því að hafa fordóma gagnvart fólki sem horfir á sápuóperur, verð að gera eitthvað í þessu!  Nú svo eins og þið kannski vitið þá á ein læðan mín sennilega von á sér seinna í haust en það er sko eitt vandamál með það, hún á nefnilega 2 heimili, hjá mér og hjónum sem búa hérna stutt frá mér, svo við erum eiginlega með sameiginlegt forræði yfir kettinum en hvernig verður ef hún eignast kettlingana hjá þeim?  Þetta gæti orðið snúið, verð sjálfsagt bara að láta minn lögfræðing tala við þeirra lögfræðing!  Verð að hætta núna, þarf að læra, skóli í kvöld! Have a nice tuesdayGrin

Allir heima!

Loksins er Einar kominn heim, bara frábært!  Hann og Johanna skemmtu sér alveg rosalega vel á Íslandi, svo vel að hún vildi ekki fara heimGrin .  Ég vil bara þakka yndislegum ættingjum mínum og hans fyrir hvað þið tókuð vel á móti þeim og gerðuð þessa heimsókn skemmtilega fyrir þau, þið eruð öll alveg frábær! Fólkið mitt er gott fólk, í alvöru og hinir líka sem ekki eru skyldir mér og mínum, það er sko ekki skilyrði fyrir því að vera gott fólk að vera skyldur mér, en það hjálparWhistling  Gangið hægt um gleðinnar dyr, aðgát skal höfð í nærveru sálar, bless!

Og?

Er þetta frétt?  Er ekki alveg að sjá fréttagildið í hver hafi veitt lax, stóran eða lítinn en þetta er víst sú grein sem er mest lesin á mbl akkúrat núna svo það eru greinilega mörgum sem finnst þetta áhugaverð lesningGetLost


mbl.is Bubbi Morthens í átökum við stórlax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornin

Ég sá alveg svakalega gamla konu áðan þegar ég var að fara heim úr vinnunni, hún var alveg rosalega bogin í baki og pínulítil og þá mundi ég eftir konu sem ég var svo hrædd við þegar ég var lítil.  Mamma og pabbi versluðu alltaf í kjörbúð niðrá Eyri(why?) sem hét Alaska og ég fór oft með þangað og þar kom oft gömul kona sem ég var viss um að væri norn eða Grýla, hún var svo bogin í baki að hún var næstum því brotin saman, var oftast svartklædd með skýlu á höfðinu, með STÓRT nef og staf!  Ég gleymi því ekki hvað ég var hrædd við hana, svo sagði mamma mér seinna að þetta hefði verið alveg indælis kona en hún var sko alvöru norn fyrir mér þáCrying .  En um daginn í dag er það að segja að ég er að fara í skólann korter yfir 4 til ca 5, verður örugglega gaman að því, svo er að bruna heim því bæði Axel og Ívar eru að fara á fótboltaæfingu eftir það! Bless í bili!

Engin kirkjuferð í dag!

Nei sko ekkert farið í kirkju í dag, bara að slappa af því skólinn byrjar á morgun, mér finnst það alveg frábært og ég held að krökkunum finnist það líka þó það sé nú ekki talað hátt um þaðGrin   Nú svo kemur Einar heim á miðvikudaginn, þá er hann búinn að vera burtu í heilar 2! vikur sem er eiginlega ekkert mjög langur tími þó mér finnist það. Okkur hefur alveg tekist að halda lífi í eðlunni hans, gefið henni allskonar kvikindi að borða, dauð og lifandi, ég hef ekki gefið henni þessi lifandi, þar klikka ég alveg, mjög smámunasöm í sambandi við svoleiðis! Over and out!

Gleraugu

Var með Evu hjá augnlækni í dag og fór svo í gleraugnabúðina til að láta hana velja sér ný gleraugu sem hún og gerði og hún fær 2 pör af gleraugum sem er gott og þetta kostaði alltsaman 10.000 kr íslenskar sem mér finnst bara ágætis verð, líka vegna þess að það eru bara Einar og Ísak sem ekki nota gleraugu í minni fjölskylduGrin .  Nú svo hringdu þær úr vinnunni í dag og spurðu hvort ég gæti komið í næstu viku, því miður get ég það, það er svo heiladautt að vinna þarna að það er ekki fyndið en maður verður víst að gera meira en gott þykir, gvöð en gáfuleg íslensk sayingWoundering .  Jæja nóg um mitt niðurdrepandi atvinnuástand, góða skemmtun í vinnunni sem og annarsstaðarGrin

Ætti að vera sofnuð

Ég veit að ég fer alltof seint að sofa, alltaf, en ég er dálítið háð því að vera ein, svo ég vaki oft of lengi eftir að krakkarnir eru sofnaðir, sem er gott/ekki gott fyrir migGrin . Talaði við Natalie nöfnu mína í kvöld og hún sagði mér að hún væri að fara til Gautaborgar og þar ætlar hún að hitta apa og hákarla, mér finnst nú kannski einum of að kalla ættingja sína þessum nöfnum en hvað veit ég hvað Jóka kennir henniWink . Nú hér er rigning og slökkt á ljósastaurunum, held það sé nú ekkert samband þar á milli en mikið djö.... verður dimmt hérna í þessu blessaða landi sérstaklega þegar það er slökkt á ljósastaurunum!  En nóg um það, ætla að hætta þessu núna, ég ætla að hleypa kettinum út og svo ætla ég að fara að sofa, have fun peopleGrin

Draumar!

Að eiga drauma er alveg nauðsynlegt fyrir alla held ég en svo er innihaldið misjafnt eftir fólki!  Þegar ég var barn þá vildi ég verða skæruliði þegar ég yrði stór því Yasser Arafat mátti hafa viskustykki á höfðinu og það fannst mér kúl!  Ég á ennþá drauma eða sko það er ýmislegt sem mig langar til að gera eins og að fara í fallhlífarstökk og skoða söfn í París!  Svo er líka ýmislegt sem mig hefur ekki dreymt um að lenda í eins og td að líf mitt væri eins og sápuópera sem hefur stundum verið í gangi, trust me það er ekki eins spennandi og það lítur út í sjónvarpinuGrin .  Þetta var hugleiðing dagsins gott fólk svona á sunnudegi!  Hafiði góðan dag!

Bara gott!

Er ein heima (í augnablikinu), hlusta á klassíska tónlist í botni og það er 28! stiga hiti úti, er bara inni þáGrin .  Held að Birna sé í Gleðigöngunni, Ninna að borða fisk á Dalvík og Jóka í Västervik, veit ekkert um hinaTounge .  Ívar og liðið hans voru að spila fótbolta í Kisa í morgun, unnu báða leikina sína og Axel er þar núna að spila, Eva og Ísak úti að leika sér og ég bara alltí einu ein heima, skrýtin tilfinning en skemmtilegErrm . Ég er nefnilega svo leiðinleg þessa dagana að ég vill ekki hafa fullt af krökkum hérna inni, það má líka vera heima hjá þeimDevil , ég rek nefnilega ekki barnaheimili eins og sumir virðast halda!  En núna ætla ég að halda áfram að njóta dagsins, vonandi gerið þið það samaGrin

Ammæli eða þannig

Í dag eru sko 19 ár síðan ég fór í sloppinn, finnst alls ekki svona langt síðan en er það besta sem ég hef gert svona fyrir utan að eignast börnin mín og að sitja á stakkeiti og horfa á Hallgrím slá með orfi og ljáGrin .  En svona án gamans þá hefði ég ekki trúað því fyrir 19 árum síðan þegar ég sat þarna á sloppnum að ég væri enn edrú eftir 19 ár en þetta átti sjálfsagt bara að verða svona!  En hér er allt rólegt, sól í gær, rigning í dag og það er bara hið besta mál, fer seinna í dag og fæ mér tertusneið og kaffi í tilefni dagsins! Have funGrin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband