Snjór
6.2.2007 | 20:47
Algjört öngþveiti hérna,það er snjór sem er gott því það er gaman fyrir krakkana! Andinn er ekkert að svífa yfir vötnunum þessa dagana, bara kvef og hálsbólga og það er engin andleg upplyfting! Ég hef verið að skoða fordómana mína sem eru þó nokkrir, fleiri en ég myndi vilja! Er td með fordóma gagnvart fólki sem heldur að íþróttir bjargi lífi fólks, dvs ef þú td æfir og spilar nógu mikið af fótbolta þá ertu kominn með tryggingu fyrir frábæru lífi! Íþróttir eru fínt tómstundagaman en held ekki að bara með að stunda þær sé maður kominn með ávísun á bleikt ský það sem eftir er!
Birna byrja að blogga núna, ekki seinna en strax!
Athugasemdir
Ég hef alltaf haldið því fram að íþróttir í óhófi eru hættulegar lífi og limum, en í byrjun var það nú einungis af því að ég nennti ekki að stunda þær En þessir fordómar þínir eiga í alvöru rétt á sér !
Jónína Dúadóttir, 7.2.2007 kl. 07:33
d.v.s. er það ekki sænska?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.2.2007 kl. 22:20
Jú það er sænska mundi ekki hitt sem er á lokréttri íslensku og svo framvegis, ég verð að fara í fjarnám í íslensku, vona bara að Gísla saga Súrssonar sé ekki notuð sem kennslubók lengur, öööööööööömurleg bók!
Erna Evudóttir, 7.2.2007 kl. 22:46
Ég er í smá vandræðum hérna : HVAÐ er á smámyndinni sem er við bloggið þitt ? Get ekki séð það, ekki einu sinni með nýju gleraugunum mínum
Jónína Dúadóttir, 8.2.2007 kl. 10:38
Ekki ég heldur nefnilega
Jónína Dúadóttir, 8.2.2007 kl. 20:09
Þið eruð ótæknilegir asnar! Fara á námskeið takk Hamar og meitill!!
Jóhanna Pálmadóttir, 8.2.2007 kl. 21:19
Heimsóknir alltaf í góðu nema þá þegar ég er sjálf á Íslandi nema þú viljir bara hitta kettina og hundinn!
Erna Evudóttir, 10.2.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.