Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Bara gott!

Er ein heima (í augnablikinu), hlusta á klassíska tónlist í botni og það er 28! stiga hiti úti, er bara inni þáGrin .  Held að Birna sé í Gleðigöngunni, Ninna að borða fisk á Dalvík og Jóka í Västervik, veit ekkert um hinaTounge .  Ívar og liðið hans voru að spila fótbolta í Kisa í morgun, unnu báða leikina sína og Axel er þar núna að spila, Eva og Ísak úti að leika sér og ég bara alltí einu ein heima, skrýtin tilfinning en skemmtilegErrm . Ég er nefnilega svo leiðinleg þessa dagana að ég vill ekki hafa fullt af krökkum hérna inni, það má líka vera heima hjá þeimDevil , ég rek nefnilega ekki barnaheimili eins og sumir virðast halda!  En núna ætla ég að halda áfram að njóta dagsins, vonandi gerið þið það samaGrin

Ammæli eða þannig

Í dag eru sko 19 ár síðan ég fór í sloppinn, finnst alls ekki svona langt síðan en er það besta sem ég hef gert svona fyrir utan að eignast börnin mín og að sitja á stakkeiti og horfa á Hallgrím slá með orfi og ljáGrin .  En svona án gamans þá hefði ég ekki trúað því fyrir 19 árum síðan þegar ég sat þarna á sloppnum að ég væri enn edrú eftir 19 ár en þetta átti sjálfsagt bara að verða svona!  En hér er allt rólegt, sól í gær, rigning í dag og það er bara hið besta mál, fer seinna í dag og fæ mér tertusneið og kaffi í tilefni dagsins! Have funGrin

Pössun

Jæja þá er frumburðurinn kominn í pössun hjá Birnu með tilheyrandi kleinum og mjólk, er sko ekki í fyrsta skipti sem Birna passar hann fyrir mig, að vísu sjálfsagt 17 ár síðan síðastGrin en sko ef hann fer í pössun þá er það til hennar!  Held þau fari svo norður á morgun, stoppa vonandi í Staðarskála og ýla og góla eins og við í okkar fjölskyldu gerum þegar við erum á ferðinni, nú svo tekur Birna sjálfsagt "Þú komst í hlaðið á hvítum hesti" eða syngur LjómaauglýsingunaTounge. Hrein og tær snilld!

Over and out!


Bara 30 stiga hiti!

Það er svo ýkt gott veður hérna að ég geri bara helst ekkert!  Nú Einar og kærastan eru að fara til Íslands á morgun og það er mikil spenna í gangi hjá þeim!  Ég er bara með bráðnar hugsanir í þessum hita hérna, erfitt að skrifa þær niður, meira seinna!Tounge

Þakklæti

Hef verið að hugsa um í dag hvað ég hef margt að vera þakklát fyrir, hollt að minna sig á það annað slagið!  Ég sit td ekki í hjólastól, ég get búið hvar sem ég vil, börnin mín geta verið í skóla og ég á að borða!  Listinn gæti orðið mun lengri en þetta dugar í bili!  Það er rosalega margt að snúast í hausnum á mér þessa dagana, ýmislegt sem ég þarf að leysa en það er ok ég er ekkert að flýta mér að því, reyni bara að vera í deginum í dag og það virkar fínt!  Heyrði frá einni sænskri skólasystir  minni um daginn og það var gaman, hún er að fara að flytja til Norrköping til að fara að búa með kærustunni sinni og hún er svo hamingjusöm að það er frábært, þessi kona hefur lent í ýmsu um ævina og á virkilega skilið að líða vel!  En núna er föstudagur fyrir verslunarmannahelgi og það er bara gaman, fegin að þurfa ekkert að pæla í hvort ég ætla að fara eitthvað út úr bænum!  Life is life, over and out!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband