Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Biðraðasjúklingalandið :)

Já fór með Axel til læknisins í morgun og þetta lítur allt vel út hjá honum, sem er gott!  Nú svo þegar við komum út af sjúkrahúsinu sáum við fleiri hundruð manneskjur í BIÐRÖÐ, þetta var alveg súrrealistiskt og ég var ekki að fatta afhverju þetta fólk var þarna, en svo nottla fattaði ég að þetta blessað fólk var að bíða eftir svínaflensubólusetningu, daaaaaah, hefði sko snúið við ef ég hefði ætlað að láta bólusetja mig, meika ekki biðraðir í neinu formiLoL Nú svo á leiðinni heim hitti ég einn sem er gott að hitta því hann minnir mig á hvar ég gæti verið stödd í mínu lífi, alveg jafn stutt þangað eins og það var fyrir einhverjum tíma síðan þegar ég var svo heppin að fá tækifæri til að hrista upp í mínu rugli og komast á sæmilega réttan kjölSmile Er annars byrjuð að pakka niður, skrítið að ég skuli fara heim á sunnudaginn, leiðinlegt að skilja fólkið mitt eftir hérna en gott að hitta fólkið mitt heimaSmile Var að borða góðan mat sem Einar eldaði, hann nú betri kokkur en mamma hans, hmmm ætli ég þekki hana eitthvað, heheWhistling En nóg í bili, over and out og þið eigið vonandi ánægjulegt föstudagskvöld, það ætla ég að geraSmile

Blond moments :)

Já þessi helgi hefur verið bráðskemmtileg á marga veguWink ég hef haft svona blond moments, já það kemur líka fyrir migLoL nú svo hef ég bara gert helling af engu, þurfti kannski á því að halda!  Síðasta vikan mín í Svíaríki að byrja og nóg að gera þangað til ég ferSmile Hefur verið alveg yfirmáta yndislegt að vera hérna, eins og að vera komin heim, en ég á líka heima á Fáskrúðsfirði, en Ryd verður alltaf heim fyrir mig líkaHeart My brain works in mysterious ways, hehehehe alveg hreint ótrúlegt hvað maður getur ruglað í sjálfum sér, enginn endir á vitleysunniShocking En allavega, verður gaman að koma heim, jólin að koma og allt sem þeim tilheyrirSmile En nóg í bili, over and out!

Veisla :)

Sko ekki veisla í venjulegum skilningi, heldur er öll þessi vera mín í Svíþjóð ein stór veisla í mannlegum samskiptumLoL  Það er yndislegt að geta eytt svona miklum tíma með fólkinu mínu og vinum, þetta er forréttindi Heart  Það eru forréttindi að vera hjá Jóku og stelpunum hennar og sama að geta verið hérna hjá Einari, Jojo og Axel Heart  Samtímis sakna ég Ívars alveg ferlega, en núna er bara rúm vika þar til ég fer heim svo bráðum hitti ég hannSmile  Annars er ég bara nokkuð góð, þurfti samt að leita svolítið að jákvæðninni en fann hana á endanum, en shit happens, ég á líka svona moment stundumLoL   En stundum væri gott að vera þannig að maður bara æði áfram og líkin liggja eftir í slóðinni, fullt af fólki sem er svoleiðis en það liggur ekki fyrir mér einhvernveginnCool  Frábær föstudagur verður þetta og helgin alveg einsW00t

Nýtt look :)

Eins og þið kannski sjáið þá er ég komin með nýtt look á bloggið Smile  það var ekki viljandi gert, hitt bara virkaði ekki í gærkvöldi svo ég varð að breyta, en þetta er alveg að gera sig !  Er bara ferlega góð á þessum föstudegi þrettánda nóvember! Lífið er ljúft eins og Birna segir og það er alveg rétt, ferlega gaman að þessuLoL  Einar minn sagði eitt um daginn : Axel þú ættir að segja mömmu frá öllu sem þú gerir, alveg sama hversu slæmt það er þá toppar hún það, hún hefur gert mikið verri hluti en þú og ég Halo  Held þetta hafi verið vel meint, hehehe LoL  Ég elska börnin mínHeart

Gaman :)

Með Guðs hjálp og góðra mannaLoL er ég búin að finna tattoið sem mig langar í Tounge Frábært, geri í því að fá mér það asap eftir að ég kem heimWink Annars er ég góð, langbest eiginlega held ég, er að fara til Jóku og co á laugardaginn, verður gaman að því, hef ekkert komið til hennar eftir að hún flutti Smile I am multitasking, blogga, hlusta á tónlist og að hjálpa Axel að læra fyrir sænskunaSmile Hef verið að hugsa um þakklæti síðustu dagana, ég hef svo margt til að vera þakklát fyrir, til dæmis eru börnin mín heilbrigð, það er nú ekkert sjálfsagt í þeim málumHeart nú ég er kannski ekki alveg heil á geði en ég hef allavega heilsu til að sitja hérna og bulla, sem er gottShocking Ég ætla amk að njóta alls þess sem lífið hefur uppá að bjóðaWhistling Hætt í bili Smile

What if ?

What if ? Hef ehv verið að láta ehv svoleiðis ná mér upp á síðkastið, ekki að fíla þaðAngry  Hef lengi haft það sem eitt af markmiðunum í mínu lífi að hafa engin What if í gangiWink  Lifa lífinu lifandi, gera það sem ég vil gera svo framarlega sem ég finn að það er gott fyrir migSmile  Þetta hljómar óneitanlega egóistískt en það sem lætur mér líða vel er líka gott fyrir þá sem í kringum mig eru!  Veit alveg hvað er að þvælast fyrir mér, þarf að gera eitthvað í því máli, á bara ennþá eftir að finna bestu leiðina til að losna við What if tilfinninguna, hún er ekki góð fyrir mig!  Þetta snýst nú líka um að mig vantar fundina mína þar sem ég finn oftast lausnir á því sem ég er að bögglast meðSmile  Bara snilldar samkomur með frábæru fólki LoL  Anyway, note to self : Keep it simple stupidLoL

Mánudagur:)

Í stjörnuspánni minni í dag stóð að ég ætti að sletta úr klaufunum, ehh er ekki belja en jafnframt var tekið fram að aðgát skal höfð í nærveru sálarSmile aaah ég skil EKKI, hef aldrei skilið stjörnuspárTounge Anyways, það er golufjandi hérna og kallt, en gott að vera inniWink þarf samt að gera helling í dag, fer að drífa í því bráðum, já alveg strax, eftir smástundTounge vonandi eigið þið góðan mánudagSmile


Sunnudagur :)

Já það var nebbbnilega það, verð hérna út nóvember, sem er gott nema að Ívar er ekki hérna líka, sakna hans rosalega mikiðHeart En þetta verður nú sjálfsagt fljótt að líða, þarf að redda ýmsu sem hefur með Axel að gera Smile  Sakna ykkar allra þarna heima, sakna fundanna minna en ætla að eiga góðan tíma hérna með fólkinu mínuSmile

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband