Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Það haustar snemma :)
26.5.2010 | 15:55
Kalt, hvasst og ég fer bara ekkert út
Ýmislegt í fréttum þessa dagana sem gaman er að
Þeir þarna vændiskaupendurnir fá bara að skammast sín í friði í réttarsalnum, þarf að vernda þá fyrir hneyksli, hehehehehe já sæll
ef maður kaupir sex, finnst manni það ekki í lagi eða ? Ég kaupi ekki sex því mér finnst ekki ok að gera það, einfalt
Ef mér fyndist það ok þá myndi ég framkvæma það
En svo eru nottla kosningar um helgina, er ekki búin að ákveða mig hvað ég ætla að kjósa
undarlegt hvað þessir stjórnmálaflokkar eru ekki sammála mér
Finn engan flokk sem hefur mínar skoðanir á stefnuskránni
En allavega þá er ég aðeins farin að fá leið á að hanga svona heima, orðið örlítið langur tími
En ekki nógu leið til að fara að starfa með Kvennadeild í neinum félagasamtökum, ég fæ alveg gæsahúð þegar ég hugsa um svona fyrirbrigði
Það er 2010 andskotinn hafi það, getur ekki fólk bara starfað saman í svona félögum, er ekki þetta orðið ansi úrelt að skipta þessu svona, arrrrg
En hérna er uppáhalds spekin mín þessa dagana : Happy endings are few and far between
Segir ýmislegt um andlegt ástand undirritaðrar í þessum töluðu/rituðu orðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Að hella í hárið eða fá sér í tána :))
16.5.2010 | 01:23
Já ég drakk brennivín hérna á árum áður og landa og bara svona flest sem rann
Svona eins og þetta gekk fyrir sig í daga þá var þetta aldrei spurning um hvort maður ætlaði að byrja að drekka heldur bara hvenær
Ég gerði mér nú fljótlega grein fyrir því að þetta væri nú ekki alveg að gera sig fyrir mig en hin frábæra uppfinning afneitunin kom þá sterk inn og ég hélt þessu áfram með hinum ýmsu afleiðingum sem þó voru ekki nógu alvarlegar til að ég sleppti þessu! Mér reiknast til að ég hafi eytt svona tólf árum í þetta rugl mitt áður en ég fór á Vog og svo Staðarfell og það er það besta sem ég hef gert svona fyrir utan það að eiga börnin mín
Síðan hafa liðið nokkur ár, nokkuð mikið fleiri en árin sem ég drakk og ég er voða fegin og ennþá alveg jafn sannfærð um að ég og brennivín, landi eða bjór eigum bara allsekki og enganveginn samleið
Þetta virkar einn dag í einu
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Undir bláhimni blíðsumars nætur :)
15.5.2010 | 10:54
Hef verið að sækja um vinnur
bráðfyndið eiginlega, ein þeirra felur í sér að rífa upp gamlar girðingar all over the place
Bráðsniðugt kannski í góðu veðri já eða eitthvað
Það er rigning hérna, öruggleg sautjánda daginn í röð
nei er kannski aðeins að ýkja þarna en þetta er orðið ágætt í bili
Hef soldið svona á tilfinningunni að ég sé going nowhere fast
Fásinnið eitthvað að ná mér hérna sem er ekki gott, þarf að gera eitthvað í því máli !!!! Farin í kaufffélagið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hehehehehe :)))
7.5.2010 | 23:55
Já var þaggi bara
jú kannski
men in uniform
eeeeh ætli B...a sé með fjarvistarsönnun
Stal erótískum lögreglubúningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur at last :)
7.5.2010 | 10:00
Já mikið ósköp er gott að föstudagurinn er kominn, hérna fyrir allnokkuð löngu síðan fannst mér það góðir dagar til að vera full en that was then and this is now
Hvað var annars svona gott við að vera fullur, hmmm man það eiginlega ekki lengur, hlýtur að hafa verið ehv við þetta fyrst maður eyddi svona miklum tíma og orku í þetta
En það er gott að vera edrú og í kvöld er fundur og ég þangað
Þessi vika hefur verið skrýtin, mér hefur leiðst og það skeður ekkert mjög oft, hmm vantar tilbreytingu, hehehe
Hugmyndaflugið er ekki á flugi ja nema einhversstaðar annarsstaðar kannski
Andinn svífur ekki yfir vötnunum, nebb, en kannski lagast það, ég þarf að finna pappíra oní kassa, þar gæti leynst ýmislegt skemmtilegt úr fortíðinni
Stundum ofbýður mér alveg hvað ég er jákvæð
en hætt núna, já og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Keep it simple stupid :)
3.5.2010 | 14:32
Mér hættir til að flækja hlutina, nauuuts, getur það verið
held þetta sé bara í genunum, en það er líka allt í lagi
Vil frekar hugsa of mikið en ekki neitt, hafa hugsunina frekar langa en stutta
Vil heldur hafa helling af tilfinningum í gangi
vil ekki vera tilfinningalegur öryrki sem hleyp eða fer úr landi ef ég finn fyrir tilfinningum sem ég kannast ekki við og vil ekki hafa
nebb allar tilfinningar eru löglegar og eiga fullan rétt á sér, svo er bara hvernig ég díla við þær sem er málið
En það er svona hryllilega mikil hitabylgja hérna, alveg ÞRETTÁN stig á mælinum og við erum að tala um rauðar tölur hérna
Höfum gaman að þessu til sjávar og sveita og milli fjalls og fjöru
Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)