Færsluflokkur: Bloggar

Sumar og sól!

Það er bara svona þvílíka rjómablíðan hérna, fór með 5 krakka í lítið tívolí.  Gaman þar og svo á leiðinni heim löbbuðum við gegnum skóginn og tíndum blóm og allesGrin .  Alveg frábært að fá svona gott veður svona snemma.  Var alveg að missa af Eiríki og íslenska laginu í gærkvöldi, fór bara snemma að sofa sem var gott því krakkarnir voru vöknuð um hálfátta sem mér finnst svolítill óþarfi svona á laugardagsmorgniSleeping .  En ég valdi að eiga 5 börn og þá ekki afþví að ég hélt ég myndi getað sofið út um helgarWink .  Svo á morgun er Eva að fara á fyrstu fótboltaæfinguna sína, allir í boltanum hérna orðið nema þá Ísak en það kemur sjálfsagt að því frekar fyrr en seinnaTounge .  And remember: Common sense ain´t common!

Að vera með!

Ég er voða mikill stólpi hérna í hverfinu mínuGrin  og þarf þar af leiðandi að mæta á allskonar fundi í sambandi við leikskólann og skólana hérna og er búin að vera á tveim fundum þessa viku!  Stundum hugsa ég um afhverju ég sé að eyða tíma í þetta, við foreldrar eigum endilega að koma með hugmyndir og stinga uppá hvað sé hægt að gera fyrir krakkana og hvað sé hægt að laga en svo þegar til kemur þá eru ekki til neinir peningar eða bara ekki hægt að gera neitt!  Þetta er voða þreytandi en ég hætti sjálfsagt ekkert að vera með fyrir því, ég sé hlutina stundum aðeins öðruvísi en svíarnir og það er alltaf gott ef allir hugsa ekki eins!  En yfir í uppáhaldsumræðuefnið, veðrið er bara að verða alveg frábært hérna, á að vera amk 20 stiga hiti um helgina, ekkert nema gott um það að segjaGrin  góða skemmtun í dag gott fólk!

Þá er þessi líka að verða búinn!

Þá var það páskadagur sem líka leið hjá, búið að vera gaman hjá okkur í dag, fórum útí skóg sem er nú lítið eftir af síðan stormurinn Per kom og fór, hann (Per) hrinti trjánum sem hún Guðrún (stormur líka) náði ekki fyrir einhverjum árum síðan!  En skítt með það í skóginn fórum við og fannst bara gaman, sáum íkorna og fugla en engin blóm enda hálfkalt og svo eru þeir að spá snjókomu!!! í nóttGrin   Kíkiði á gömlu myndirnarGrin   Skemmtið ykkur vel við það sem þið eruð að geraGrin  I´ll be backDevil

Föstudagurinn laaaaaangi að kveldi kominn!

Ekkert lengri föstudagur en venjulega en Ísak sagði mér í dag þegar ég vildi endilega að hann færi út að leika sér að maður mætti ekki fara út á föstudaginn langa, nú og ég vildi fá að vita hver segði það og þá svaraði hann að jólasveinninn hefði hvíslað því að honumGrin.  Hugmyndaflugið alveg í lagi hjá honum bara eins og um daginn þegar hann var að fara út á ljónaveiðar en bara verst að hann vantaði svona Afríkuföt, það er betra að vera í svoleiðis fötum á ljónaveiðum!  Jæja þetta er nóg í bili, fer og fæ mér kaffi með rjóma útí, er alltaf í fitun you see, virkar ekki mjög vel en smakkast velWink. Power to the peopleGrin


Páskafrí?

Tek nú ekkert mikið eftir því að það er páskafrí þar sem ég vinn ekki nema þá í sjálfri mér, nú svo set ég í þvottavél annað slagið og gef köttunum að borða!  Jú tek eftir því að krakkarnir eru meira heima nema Einar sem er í Jönköping að leita að rótunum og gengur bara nokkuð vel held égGrin .  En núna ætla ég að fara að horfa á CSI sem btw er eiginlega eini þátturinn sem ég horfi reglulega á, nóg af blóði og dauðu fólki, passar mér fínt!  Gleðilega páska gott fólk!

Brjálað að gera?

Ég var sko að ryksuga ALLA íbúðina þeas ca 106 fermetra, hélt þið þyrftuð að vita þaðGrin !  Nú þorparinn er duglegasti bloggarinn þessa dagana þrátt fyrir að nettengingin sé ekki fengin á alveg heiðarlegan hátt, hvar er hinn góðkunningi lögreglunnar þessa dagana?Police   Annars er bara allt í góðu hérna hjá mér, veðrið mætti að vísu vera betra, það er hvasst og þá hefur sólin lítið að segja! Skemmtið ykkur vel!

Engar fréttir eru góðar fréttir, held ég!

Hef ekkert lesið um Ninnu og Jóa í blöðunum svo þau eru sjálfsagt bara að skemmta sér vel í Borg óttans!  Hér sé kvef í öllum myndum og sólin skín, krakkarnir komin í páskafrí og bara ánægð með það!  Annars er ég ekkert spennt fyrir páskunum, skreyti ekki né föndra og skipti allsekki um gardínur, finnst ekkert að maður þurfi að borða eitthvað sérstakt páskafæði, sé bara til þess að það sé til nóg af nammi handa öllum!  Hérna á árum áður var páskafríið notað til skemmtanahalds minnir mig en það er nú liðin tíð sem betur ferGrin .  Njótið helgarinnar, það ætla ég að geraCool

Togarajaxlar eru ekki í tísku!

Sá ólétta konu í dag sem er ekkert í frásögur færandi nema að því leyti að ég mundi eftir því þegar ég fór í próf í heimspeki daginn áður en Ísak var tekinn með keisara og fannst  bara nokkuð eðlilegt að fara í það prófShocking!  Fékk btw góða einkunn í prófinuGrin.  Þetta er náttúrulega bilun sé ég núna en mér fannst það ekki þáErrm.  Man eftir fullt af svona sem ég hef gert og finnst núna að ég hljóti að hafa verið svolítið biluð á geði!  Held ég sé loksins farin að fatta að togarajaxlar eru ekki í tískuGrin!


Vorið er hérna rétt handan við hornið!

Sko Axel farinn að spila fótbolta úti svo vorið hlýtur að vera opinberlega alveg að bresta á!  Nú í nótt fluttist Svíþjóð fram um eina klukkustund, í bæjarblaðinu mínu sögðu þeir frá því að á Íslandi og í Argentínu væri klukkan einum tíma á undan allt áriðWink .  Jóka er hérna hjá mér með stelpurnar sínar og núna labbar Natta um með kött í dúkkuvagni og kettinum finnst það bara gaman, kettirnir mínir eru nú kannski ekki eins og fólk/kettir er flestGrin .  Fer ekki í kirkju í dag en ætla að gera þennan sunnudag góðan fyrir því!

Ég alltaf heppin!

Las það í bæjarblaðinu hérna að bærinn sem ég bý í er ríkasti bær í Svíþjóð, really hef ekki tekið eftir því!  Þarf eiginlega að fara út í pólitík sem fyrst, er svo margt hérna sem mér finnst að þyrfti að breyta en vandamálið er að finna flokkinn sem hefur sömu skoðanir og égGrin . Það þyrfti til dæmis að byggja nýjan skóla hérna í hverfinu sem ég bý í og það þyrfti fleiri kennara og betri mat í skólanum!  Listinn er langur en ég held helst að það sem yfirvöld hérna vilja eyða peningum í er að byggja nýja lestarstöð sem er gott en börnin eru mikilvægari!  Nú mér finnst alltof langt þangað til ég kem heim í sumar, alltaf gott að koma heim í heiðardalinn, fara í Innbæinn að leita að rótunum, borða góðan mat og umgangast fólkið mitt Grin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband