Færsluflokkur: Bloggar

Uppstigningardagur!

Datt einhver snilld í hug áðan og gleymdi því svo aftur, skeður stundum!  Man ekkert hvað þetta gáfulega var sem ég ætlaði að skrifa, hefur kannski ekki verið merkilegt fyrst ég gleymdi þvíGrin  Núna er akkúrat mánuður þangað til ég kem heim, verður alveg frábært!  Axel og Ívar eru löngu byrjaðir að tala um pizzurnar á Jóni Sprett, skil ekki alveg af hverju, vill mikið frekar sitja fyrir Innra eftirlitinu á tröppunum hennar Birnu og ná glænýrri ýsu og troða henni í mig (eftir að hafa soðið hana)Devil  En svona er þetta, misjafn smekkur fólksGrin  En burtséð frá því þá ætla ég að eiga góða helgi þó að ég hafi þá aldrei verið bólusett sem barn og komi sjálfsagt til með að drepast úr einhverjum sjúkdómi sem enginn hefur fengið í hundrað árGrin , góða skemmtun allesammans!

Frí!

Þá er ég komin í 5 daga frí, nú verður sko bara legið uppí sófa og slappað af!  Nú Becca er komin og verður fram á sunnudag, held ég, hef ekkert spurt hvenær hún fer heimGrin   Ísak er voða ánægður með að vera ekki á leikskólanum svona lengi, hann er ekkert leikskólabarn og hefur aldrei verið, vill bara vera heima! Nú svo verð ég bara að fá að monta mig af Axel, hann var með 19 rétt af 20 á stærðfræðiprófi núna um daginn, frábærtGrin .  Nú svo er Einar að fara að keppa í slagsmálum á laugardaginn í Stokkhólmi, held þetta heiti nú samt sport jiujitsu, er ekki alveg með þetta á hreinu, vona bara að það gangi vel þ e a s að hinir verði með fleiri glóðaraugu og marbletti en EinarWink  Nú svo er Ívar að fara til Gröna Lund í Stokkhólmi á föstudaginn með skóladagheimilinu, tívolí og allt, verður sjálfsagt voða fjör!  En jæja verð að hætta svo ég hafi tíma til að slappa af!  Góða skemmtun á uppstigningardaginn hvort sem þið farið í kirkju eða bara út að labba!

Sunnudagur!

Þetta er sunnudagurinn eftir kosningar á Íslandi og líka dagurinn eftir Eurovision þar sem Svíar voru ekki að vinna, í gær voru þeir ekki að vinna neitt, töpuðu líka í íshokkí fyrir Kanada svo Finnar mæta Kanada í úrslitum í HM í íshokkí, held það sé HM allavega!Grin  Jæja sumir dagar eru bara ekki sænskir dagar og ég held með Finnum í íshokkí, heja SuomiGrin .  Sunnudagar eru oftast ekki lífs míns skemmtilegustu dagar og í dag er hætta á að einum svoleiðis, veðrið býður ekki upp á neina útiveru, bara skítkalt hérna! En smá Pollýanna, ég er amk ekki timbruð, það er eitthvað til að vera þakklát fyrir!  Sumarið hlýtur að koma fyrr eða síðar!  Til hamingju með nýju þingmennina ykkarDevil .  Over and out!

Ég get líka unnið!

Byrjaði að vinna í dag sem var bara gaman, ætla heldur ekki að vera þarna þangað til ég fer á eftirlaun svo þetta er allt ílagi!  Nú eins og venjulega þegar ég fer að vinna eitthvað fer allt í steik hérna heima, ég hlýt að vera svona voðalega ómissandi!  Man nú alveg sjálf eftir því þegar tengdadóttir Björns fór að vinna á sláturhúsinu á haustin, maður fann ekki einu sinni það sem hékk á nefinu á manni en svona er þetta bara, konur eru greinilega bara ómissandi!Grin  Góða skemmtun og munið bara að það er ekki mikilvægast að vinna heldur bara að vera meðSmile

Allt hvarf

Var búin að skrifa alveg helling af engu áðan og það bara gufaði upp svo núna verð ég sjálfsagt að fara að skrifa um kosningarnar í Frakklandi eða veikindi forsetans en það verður nú ekkert af því!  Sólin skín þvílíkt á hina réttlátu hérna, þeas mig og mína og það er bara gaman!  Er bara þreytt þessa dagana, þreytt á þvotti, uppvaski (les uppþvottavél), matarstússi, ryksugunni og þreytt á sjálfri mér ekki minst!  En það hlýtur að lagast með hækkandi sól eða við segjum það allavega! Have fun!

Jakkaföt

Hann Einar litli sonur minn fór í dag og keypti sér jakkaföt og svo þegar hann kom heim fór hann í þau og ég get bara ekki skilið hvernig ég get átt svona fullorðinn sonCrying.  Lendi oft í svona skilningsleysi í sambandi við hann, sérstaklega þegar hann á afmæli, finnst ennþá svo stutt síðan hann fæddistGrin.  En svona þar fyrir utan þá er hann alveg jafnmyndarlegur og mamma hans ef þið skylduð nú vita hver hún erCool.  Fann loksins bækurnar um Basil fursta sem ég las í æsku, eru víst til örfá eintök á bókasafninu á Akureyri í kjallaranum, verð bara að fá þær lánaðar þegar ég kem í sumar!  Over and outGrin


Kokteilsósa!

Mig langaði svo rosalega í kokteilsósu núna í kvöld að það var næstum því ekki fyndiðCrying !  Þetta kemur ekki oft fyrir guði sé lof, slæm tilfinning sérstaklega þar sem ég bý í landi sem framleiðir engar góðar sósur og eiginlega engan góðan mat nema þá kebabpizzu sem er eins og allir vita ekki sænsk að uppruna!  Ég verð stundum alveg hræðilega þreytt á matnum hérna eða öllu heldur skortinum á honum!  Pylsur í öllum stærðum og gerðum eru svosem kúl fyrsta árið hérna og ég tala nú ekki um skortinn á nýjum fiskiDevil .  Nú þó svo ég hafi ekki fæðst með typpi þá finnst mér ekki gaman að elda mat, mér finnst sjoppufæði fínn matur, borða helst ekki grænmeti ef ég kemst hjá því og vill gjarnan hafa matinn minn allan útvaðandi í fitu!  Geri mér grein fyrir að þetta samræmist ekki þeirri mynd sem margir hafa af KONU á mínum aldri sem á svona mörg börn en mér gæti ekki verið meira sama, finnst bara tímasóun að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst um hvernig ég á að vera.  Mér hefur til dæmis alltaf fundist alveg hræðilega leiðinlegt að fara með börnin mín á leikvöll þegar þau voru lítil, tók alltaf með mér eitthvað að lesa ef ég villtist á leikvöll, hinir foreldrarnir sátu í sandkassanum með krökkunum sínum og fannst ég örugglega vera alveg glötuð!  Enn og aftur var mér alveg sama, djöfuls kæruleysi er þetta í konunniDevil !  Spakmælið í dag er:  Ekki fresta neinu til morguns sem þú getur látið einhvern annan gera í dagGrin

Íslenska!

Var á foreldrafundi í gærkvöldi og hitti þar íslenska konu, hún er gift Svía og á strák í Axels bekk!  Gaman að því, hitti næstum aldrei íslendinga hérna í bænum, það eru víst ekki margir íslendingar sem búa hérna!  Nú þessi foreldrafundur gekk sæmilega, talað og talað eins og venjulega, er ekkert orðið rólegra í bekknum síðan síðast!  Nú svo var farið fram á það við foreldrana að við komum í skólann í þá tíma þar sem eru mest læti, ég ætla að fara í sænskutíma á mánudögum!  Jæja hætt núna og fer með Ísak á leikskólann, njótiði dagsins!

Gleðilegt sumar!

Hér er bara rammíslenskt sumardaginnfyrstaveður, rok og rigning og skítkallt!  Var á skólaráðsfundi í gær og fékk að vita þar að allar áætlanir um að byggja nýjan skóla hér í hverfinu sem voru langt komnar fyrir síðustu kosningar, eru bara lagðar niður, það eru sko engir peningar til fyrir nýjum skóla hér!  Að vísu er þetta bæjarfélag rekið með risastórum plús, við erum í gróða en þá peninga ætla þeir að nota í eitthvað annað, hvað veit enginn ennCrying .  Það er sko hægt að verða pirraður yfir minna, meiri aumingjar en ég og svo framvegis!  En þar fyrir utan þá finnst mér að Sumardagurinn fyrsti ætti að vera frídagur hérna í Svíþjóð allavega fyrir okkur Íslendinga, margir aðrir minnihlutahópar fá frí á sínum hátíðisdögumGrin .  Sé alveg fyrir mér svipinn á liðinu ef ég færi fram á það í skólanum hjá krökkunum að þau þyrftu að fá frí á svona dögum, þeim finnst nefnilega að við séum ekki alvöru útlendingar, meira sænsk en nokkuð annaðWink . Spakmæli dagsins er:  Sum mistök eru alltof skemmtileg til að gera þau bara einusinniDevil

Kosningar í aðsigi

Það er nefnilega það, ég veit alltaf hvaða flokk ég ætla ekki að kjósa, svo er vandamálið hvað er eftir og hvað ég á að velja!  Þarf að fara annaðhvort til Stokkhólms eða Jönköping til að kjósa, svosem gaman að fara eitthvað svona í leiðinni!  Mér finnst bara eiginlega allir flokkarnir á Íslandi vera eins, er voða lítið svona hægri/vinstri dæmi, lítill munur eiginlega nema þá að nafninu til!  Hérna er sko alveg ljóst að Reinfeldt og hirðin hans eru virkilega til hægri, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku eru bara úti að skíta eins og venjulega!  Nú svo annaðkvöld er fundur í skólaráðinu í skólanum hjá Evu og Ívari, það gæti orðið nokkuð gaman, þarf að spyrja skólastjórann um nokkur atriði sem gæti verið erfitt að útskýraDevil .  Skil eiginlega ekki afhverju ég hef svona gaman að "djävlas" með fólk, kannski bara ættgengur andskotiWink .  En gaman er það allavega svo ég held því bara áframDevil .  Eat, drink and be merryGrin

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband