Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Letin!

Verð nú bara að skrifa hérna þó innblásturinn vanti, jú það var þetta með trúarofsann í henni frænku minni, hún hélt heila messu meðan hún var hérna hjá mér, var bæði presturinn og organistinnGrin!  Söfnuðurinn var Eva og Marian vinkona hennar sem er btw múhameðstrúar og þær voru nú orðnar ansi undarlegar á svipinn þegar presturinn byrjaði að lesa uppúr Gamla Testamentinu, fyndið!  Nú svona fyrir utan það þá er ég að vera dálítið mikill stólpi þessa dagana, var á fundi hjá foreldraráðinu á leikskólanum í gærkvöldi (boring) er svo að fara annaðkvöld á fund hjá skólaráðinu í skólanum hjá Ívari og Evu (verður ekki eins boring, hef svo mikið að kvarta yfir) og svo fimmtudagskvöld er foreldrafundur í bekknum hjá Axel, brjálað að geraGasp  Svo smá gullkorn svona í restina, ef mín fortíð væri ekki eins og hún er þá væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag svo það er best að vera bara sátt við hana!  Fann þetta ekki upp sjálf!


Birna

Ps. Frétti að Birna ætlaði bara að kaupa sér nýjan ísskáp eða frysti, ekkert að byrja að blogga!  Að hugsa sér að þessi kona kenndi mér Faðirvorið á sínum tíma!

Mörg börn

Ég stend stundum sjálfa mig að því að finnast annað fólk eiga svo mörg börn, ég á 5 sem þykir svolítið mikið hér sérstaklega þar sem ég er ekki frá Afríku eða Miðausturlöndum!  Samkvæmt mörgum Svíum sem ég þekki er ég eiginlega bara hálfgerður platútlendingur, meira sænsk en nokkuð annað, ekki alveg sammála þar en þetta venst!  Akkúrat núna eru mörg börn hér, mín 5 og svo eru 3 sem gista, Becca frænka mín sem er í heimsókn, kærastan hans Einars (þau eru engin börn samkvæmt þeim sjálfum) og svo kemur vinur hans Ívars til að gista!  Ívar og hann æfa saman Aikido og foreldrum hans fannst alveg frábær hugmynd að hann gisti hérna á hverjum! föstudegi til að fara svo með Ívari á æfinguna á laugardegi!  Mér finnst það ekki frábær hugmynd, allt í lagi með krakkann en hvern einasta föstudag er kannski aðeins of mikið!  Svo að núna eru hérna níu manneskjur, fimm kettir, einn hundur, ein eðla og ein skjaldbaka!  Ég sem er svo mikið fyrir að vera ein með sjálfri mérWink

Snjór

Algjört öngþveiti hérna,það er snjór sem er gott því það er gaman fyrir krakkana!  Andinn er ekkert að svífa yfir vötnunum þessa dagana, bara kvef og hálsbólga og það er engin andleg upplyfting!  Ég hef verið að skoða fordómana mína sem eru þó nokkrir, fleiri en ég myndi vilja!  Er td með fordóma gagnvart fólki sem heldur að íþróttir bjargi lífi fólks, dvs ef þú td æfir og spilar nógu mikið af fótbolta þá ertu kominn með tryggingu fyrir frábæru lífi!  Íþróttir eru fínt tómstundagaman en held ekki að bara með að stunda þær sé maður kominn með ávísun á bleikt ský það sem eftir er!

Birna byrja að blogga núnaWink, ekki seinna en strax!


Vilhjálmur bjargar öllu!

Eins og flestir vita sem hafa einhverntíma komið heim til mín þá er ég með afskaplega lítið tuskuæði sem er gott en þarf því miður samt að þrífa stundum og þá er Vilhjálmur Vilhjálmsson bestur undir þeim kringumstæðum!  Set hann í botn og byrja, krökkunum mínum til mikillar mæðu, þau misstu alveg af honum, fædd á vitlausum tíma greyin!  Þarf endilega að verða mér útum einhvern til að þrífa hérna, var með eina pólska þegar sem mest var að gera í skólanum og hún gerði svo fínt að mig langaði varla til að hleypa krökkunum inn þegar þau komu heim þann daginn!  En hún fór aftur heim og síðan hef ég ekki haft neina!  Sænskum vinkonum mínum fannst þetta mjög snjallt af mér að hafa svona heimilishjálp en myndu nú samt ekki fá sér svona sjálfar, nei duglegar konur gera ekki svoleiðis, vinna bara fulla vinnu, sinna krökkunum og gera allt heima!  Það er rosalegt mál hérna þetta með fólk sem skúrar heima hjá öðrum, eins og það sé eitthvað öðruvísi en að skúra í skóla eða á skrifstofu!  Skítur er skítur hvar sem hann er!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband