Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Letin!
13.2.2007 | 19:42
Verð nú bara að skrifa hérna þó innblásturinn vanti, jú það var þetta með trúarofsann í henni frænku minni, hún hélt heila messu meðan hún var hérna hjá mér, var bæði presturinn og organistinn! Söfnuðurinn var Eva og Marian vinkona hennar sem er btw múhameðstrúar og þær voru nú orðnar ansi undarlegar á svipinn þegar presturinn byrjaði að lesa uppúr Gamla Testamentinu, fyndið! Nú svona fyrir utan það þá er ég að vera dálítið mikill stólpi þessa dagana, var á fundi hjá foreldraráðinu á leikskólanum í gærkvöldi (boring) er svo að fara annaðkvöld á fund hjá skólaráðinu í skólanum hjá Ívari og Evu (verður ekki eins boring, hef svo mikið að kvarta yfir) og svo fimmtudagskvöld er foreldrafundur í bekknum hjá Axel, brjálað að gera Svo smá gullkorn svona í restina, ef mín fortíð væri ekki eins og hún er þá væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag svo það er best að vera bara sátt við hana! Fann þetta ekki upp sjálf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Birna
9.2.2007 | 07:46
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mörg börn
9.2.2007 | 07:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Snjór
6.2.2007 | 20:47
Algjört öngþveiti hérna,það er snjór sem er gott því það er gaman fyrir krakkana! Andinn er ekkert að svífa yfir vötnunum þessa dagana, bara kvef og hálsbólga og það er engin andleg upplyfting! Ég hef verið að skoða fordómana mína sem eru þó nokkrir, fleiri en ég myndi vilja! Er td með fordóma gagnvart fólki sem heldur að íþróttir bjargi lífi fólks, dvs ef þú td æfir og spilar nógu mikið af fótbolta þá ertu kominn með tryggingu fyrir frábæru lífi! Íþróttir eru fínt tómstundagaman en held ekki að bara með að stunda þær sé maður kominn með ávísun á bleikt ský það sem eftir er!
Birna byrja að blogga núna, ekki seinna en strax!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Vilhjálmur bjargar öllu!
3.2.2007 | 15:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)